30.10.1968
Sameinað þing: 6. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 601 í D-deild Alþingistíðinda. (3587)

257. mál, skólarannsóknir

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir svör hans. En í tilefni af því, sem hann sagði, vil ég láta koma fram, að ég tel fyrir mitt leyti, að þau efni, sem spurt var sérstaklega um í þessu tilefni varðandi skólarannsóknir, þ.e.a.s. um ástandið varðandi skyldufræðsluna og eins um hlutdeild í framhaldsmenntun eða aðstöðu unglinga til þess að taka þátt í framhaldsmenntun, — að þar sé um svo mikilvæg atriði að ræða, eins og hæstv. ráðh. sagði einnig að væri sitt álit, að það beri að leggja mjög þunga áherzlu á, að þessi athugun geti farið fram og niðurstöður hennar liggi fyrir sem allra fyrst. — Ég sem sagt vænti þess, að á þetta verði lögð áherzla, en þakka svo hæstv. ráðh. fyrir svör hans.