11.12.1968
Sameinað þing: 19. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í D-deild Alþingistíðinda. (3749)

270. mál, gengistap áburðarverksmiðju og áburðarverð

Fyrirspyrjandi (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ég skal ekki lengja mál mitt eða fara að blanda öðrum málum inn í þessar umr. Ég vil aðeins undirstrika, að ég tel, að sá skilningur minn sé réttur, að lán Seðlabankans verði allt að greiðast af áburðarverðinu á næstu 5 árum, og í öðru lagi hefði verið farsælla og eðlilegra, að ríkisstj. hefði getað útvegað lán hjá Seðlabankanum nokkrum dögum fyrir gengisbreytinguna, eins og henni tókst eftir gengisbreytinguna. Það munaði miklu í áburðarverðinu.