06.03.1969
Efri deild: 55. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 820 í B-deild Alþingistíðinda. (830)

165. mál, ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenskrar krónu

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Hv. 3. þm. Vestf. beindi hér til mín fsp. varðandi reglugerðarsetningu, sem umrædd lög gera ráð fyrir að sett verði. Það er rétt hjá honum, að umræddar reglugerðir hafa ekki verið settar. Á það hefur af minni hálfu verið lögð sérstök áherzla, að um setningu þessara reglugerða, svo viðkvæmar og viðurhlutamiklar sem þær eru, yrði haft fullt samráð við hlutaðeigandi aðila og fullt samkomulag, ef þess væri nokkur kostur. Það hefur reynzt torveldara en búast hefði kannske mátt við, að ná þessu samkomulagi, og það er ástæðan til þess, að enn þá hafa ekki verið settar ákveðnar reglur um þessi atriði. Ég geri ráð fyrir því, að sú nefnd, sem málið fær, geti fengið fullar upplýsingar um stöðu málsins, eins og það er í dag, en ég hef verið að vona, að þessi atriði verði brátt afgreidd. En það hefur, eins og ég sagði áðan, reynzt torveldara að ná um þetta samkomulagi en margir höfðu vonað. Ég vona hins vegar, að það þurfi ekki að verða langur dráttur á því hér eftir, að reglur verði settar um þessi atriði. En kjósi n. að vita um stöðu málsins í dag, þá getur hún áreiðanlega fengið upplýsingar um það við meðferð málsins í nefnd.