15.12.1969
Efri deild: 26. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (1164)

127. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. þetta til l. um veitingu ríkisborgararéttar er venju fremur seint fram borið nú á þinginu, sem hægt er að rekja til þess, að í upphafi þings voru sárafáar umsóknir um ríkisborgararétt í rn. og eru það reyndar enn miðað við það, sem oft hefur áður verið.

Hér liggur fyrir beiðni 13 aðila um veitingu ríkisborgararéttar, og að málinu hefur verið unnið samkv. venju, teknir aðeins inn á frv. þeir, sem uppfylla þau skilyrði, sem allshn. þingsins hafa unnið eftir, samkv. venju margra undangenginna ára um ákveðna búsetu í landinu og ýmis fleiri skilyrði, sem ég skal ekki fara út í og hv. þm. eru kunn.

Ég vildi leyfa mér að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.