24.03.1970
Neðri deild: 66. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (1555)

168. mál, Stofnlánaadeild landbúnaðarins

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið frá Ed. og var samþ. þar óbreytt. Þetta er framlenging á lögunum frá 10. apríl 1968, um ráðstafanir til lækkunar ríkisútgjalda. Það var ákveðið, að á árunum 1968 og 1969 skyldi ríkisstj. heimila að lækka framlag til landnáms vegna nýbýla um 7,5 millj. kr. Ríkisstj. notaði þessa heimild. Með frv. þessu er gert ráð fyrir að veita ríkisstj. sams konar lækkunarheimild fyrir árin 1970 og 1971.

Ég tel ekki ástæðu til, herra forseti, að fara fleiri orðum um þetta frv. það er skýrt og greinilegt, og legg ég til, að að lokinni þessari umr. verði því vísað til 2. umr. og hv. landbn.