20.04.1970
Neðri deild: 78. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (860)

11. mál, skipun prestakalla

Frsm. minni hl. (Magnús Kjartansson):

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Mig langaði til þess að leiðrétta ummæli, sem fram komu hér hjá hv. 2. þm. Sunnl., þar sem hann lýsti furðu sinni á því, að ég skyldi flytja till. um að gera Þingvelli að annexíu frá Mosfelli, og hann sagði, að það væri skömm að slíkri till. Þetta er ekki mín till. Þessi till. lá fyrir í frv. eins og það var lagt fyrir Alþ. Hún lá fyrir í frv., eins og það var lagt fram af ráðh. og samþykkt af biskupinum yfir Íslandi. Ég er aðeins að taka upp þá till., sem kirkjan sjálf hefur óskað eftir. Þetta er ekki mín till., þetta er sú till. Með því tel ég, að við séum að ganga til móts við kirkjuna sjálfa. Ég benti á það í ræðu minni hér áðan, að það hefði verið ákaflega auðvelt að láta Þingvelli t.d. heyra beint undir biskupsskrifstofuna, ef mönnum hefði fundizt það meiri sómi fyrir Þingvelli. Það væri auðvelt að gera það, t.d. að ná samkomulagi um að breyta frv. á þann hátt. Það getur ekki legið svo mikið á, að það megi ekki skoða slíkt atriði. Að öðru leyti mun ég nú ekki ræða þau atriði, sem hér hafa komið fram. Þar hafa komið fram ýmis tilfinningaatriði, sem ég held, áð varla geti raskað mati manna. Þó mun rétt að benda á tili. um Grímsey, hvernig hún fellur inn í þetta kerfi, sem verið er að byggja upp með þessu frv. Það er lagt til, að prestakall verði í Grímsey. Menn hafa ekki trú á, að þangað fáist nokkur prestur. Hvað leiðir þá af því, að slíkt till. yrði samþ.? Af því leiðir það eitt, að tekjurnar af þeim presti, sem ekki verður ráðinn í Grímsey, renna í kristnisjóðinn. Þetta er aðeins aukin fjárveiting í kristnisjóð, og það eru hámarksprestslaun, eins og skýrt er tekið fram.