26.04.1972
Neðri deild: 66. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1678 í B-deild Alþingistíðinda. (1526)

10. mál, erfðafjárskattur

Frsm. minni hl. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég hafði vænzt þess, að formaður heilbr.- og félmn. Nd„ hv. þm. Jónas Árnason, mundi greina hér frá því, hvaða tökum þetta mál var tekið í n., eftir að það kom til hennar aftur. Hæstv. forseti varð við þeim tilmælum hér við 2. umr. um þetta mál að fresta umr., þannig að n. gæti tekið málið fyrir að nýju, og reynt yrði að samræma þau sjónarmið, sem fram hefðu komið. En ég verð að greina frá því, að því miður var engin alvarleg tilraun gerð til þess að ná samstöðu í málinu, og ég held að ég megi segja, að ekkert hafi verið um það bókað á nefndarfundi í gær.

Ég harma að þessi tilraun skyldi ekki gerð. Ég held, að ekki sé annað hægt að segja en till. okkar í minni hl. n. hafi gengið í rétta átt, þó að nokkuð skiptar skoðanir kunni að vera um sumar þeirra og þá sérstaklega um skattþrepin og prósenturnar á skattinum. En við höfðum sérstaklega gert okkur vonir um, að það mætti ná samstöðu um brtt. við 1. gr. laganna, það að erfðafjárskattur eftirlifandi maka skyldi felldur niður. En við höfum ákveðið, flm. þessara brtt„ að draga till. okkar til baka til 3. umr.. þar sem við gerum okkur ekki vonir um. að umr. verði frestað enn á ný.