16.12.1971
Neðri deild: 27. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í B-deild Alþingistíðinda. (160)

89. mál, orlof

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti, Heilbr.- og félmn. hefur einróma mælt með samþykkt þessa frv., sem hér er til umr. Frv. þetta er samið af n., sem félmrh. skipaði 29. sept. s.l. og felur í sér þær helztu breyt., að með samþykkt þess lengist orlofstíminn úr 21 degi í 24 daga virka og hækkun orlofsfjár úr 7% í 81/3%. Auk þess eru í frv. ýmsar breyt. frá fyrri lögum um orlof, svo sem skiptingu orlofs og flutning orlofs milli orlofsára og fleira.

Samningar þeir, sem gerðir voru milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda nú í mánuðinum, byggjast á því, að frv. þetta verði að lögum og taki gildi um næstu áramót og því megi treysta, að frv. fái fulla afgreiðslu hér á hv. Alþ., áður en þm. taka sér jólafrí. Með samþykkt þessa frv. verður enn eitt atriði úr málefnasamningi ríkisstj.- flokkanna komið til framkvæmda, og hefur verkalýðshreyfingin jafnframt unnið sigur í einu aðalbaráttumáli undanfarinna ára.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta mál, enda hefur hæstv. félmrh. útskýrt málið í ítarlegri ræðu, er málið var hér til í. umr. í d: Frv. var afgr. frá Ed. með shlj. atkv., og það er von mín, að svo verði einnig hér í hv. deild.