17.05.1972
Neðri deild: 83. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1702 í B-deild Alþingistíðinda. (1604)

260. mál, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi

Frsm. (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Menntmn. hefur á fundi sínum í dag fjallað um frv. til l. um Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, eins og það liggur fyrir á þskj. 819 eftir meðferð Ed. á málinu.

Eins og fram kemur á þskj. 880, mælir menntmn. einróma með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Með samþykkt þessa frv. er Alþ. og þar með íslenzka þjóðin fyrir sitt leyti að fullnægja ákvæðum þess sáttmála, sem gerður var milli Danmerkur og Íslands um flutning hluta af handritum Stofnunar Árna Magnússonar í Danmörku heim til Íslands. Í ljósi þessa hlýtur það að vera alþm. ljúft og ánægjulegt að samþykkja þetta frv.