11.12.1971
Sameinað þing: 22. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2420 í B-deild Alþingistíðinda. (2585)

Herstöðva- og varnarmál

Gils Guðmundsson:

Herra forseti. Ég skal nú ekki vera langorður. Það eru aðeins örfá orð í tilefni af því, að síðastur hér í ræðustól var hv. 5. þm. Norðurl. v., ritstjóri Morgunblaðsins. Ræða hans gaf mér nú tilefni til þess að beina þeirri fsp. til hv. 7. þm. Reykv., sem vakti þessar umr. hér utan dagskrár, hvernig væri háttað póstsamgöngum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar eða nánar tiltekið húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hvort það væri virkilega þannig, eins og mér virðist af ræðu hv. 7. þm. Reykv. hér áðan, að þangað bærust engar fréttir af Íslandi aðrar en þær, sem stæðu í Morgunblaðinu. Ég vil aðeins fá þetta upplýst.