11.04.1972
Sameinað þing: 55. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í D-deild Alþingistíðinda. (3442)

92. mál, eldisstöð fyrir lax og silung á Norðurlandi

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Till. á þskj. 105, sem hér liggur fyrir, um klak- og eldisstöð fyrir lax og silung í Þingeyjarsýslum, hefur verið í athugun hjá allshn., og var leitað um hana umsagnar veiðimálastjóra og veiðimálanefndar. Þess ber að geta, að fram kom á sínum tíma frá hv. 5. þm. Norðurl. v. brtt. við till. á þskj. 138. Það varð samkomulag í n. um það að leggja til, að þáltill. á þskj. 105 verði samþ. með þeirri breytingu. sem um getur á þskj. 373, þ.e. að ákveðið verði, að stöðin verði á Norðurlandi, en ekki farið nánar út í það mál að svo stöddu. Vænti ég þá, að hv. 5. þm. Norðurl. v. geti tekið aftur þá brtt„ sem hann flutti á sínum tíma.