11.04.1972
Sameinað þing: 55. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 489 í D-deild Alþingistíðinda. (4015)

68. mál, handbók fyrir launþega

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Till., sem hér liggur fyrir til framhaldsumr. á þskj. 74, um útgáfu handbókar fyrir launþega, hefur verið til meðferðar hjá allshn. N. leitaði umsagnar nokkurra aðila um þetta mál. Í umsögn frá Alþýðusambandi Íslands kom það fram, að á vegum þess eða Menningar— og fræðslusambands alþýðu væri starfandi nefnd, sem ynni að útgáfu handbókar slíkrar sem till. fjallar um, og væri að því stefnt, að bókin gæti komið út á næsta hausti. Að athuguðum þessum upplýsingum virtist n., að allvel mundi vera fyrir þessu máli séð og að það væri í góðum höndum, þar sem er Alþýðusamband Íslands, og varð n. sammála um það að leggja til, að málinu yrði vísað til ríkisstj., og kemur þá að sjálfsögðu til mála, eins og stundum á sér stað, þegar gefin eru út rit í almannaþágu, að einhver stuðningur yrði veittur til þessarar útgáfu Alþýðusambandsins eða Menningar— og fræðslusambands alþýðu. N. leggur til, að málinu verði vísað til ríkisstj.