27.02.1973
Sameinað þing: 51. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2183 í B-deild Alþingistíðinda. (1723)

20. mál, vistheimili fyrir vangefna

Karvel Pálmason:

Það eru aðeins örfá orð. Ég get tekið undir það, sem hv. síðasti ræðumaður sagði hér. En ég get vart stillt mig um að lýsa undrun minni á þeirri umsögn og þeirri afstöðu, sem landlæknir virðist hafa haft til þessa máls. Og það kemur heim og saman við annað, sem manni sýnist reynslan hafa sýnt fram á, að í hvert skipti sem hreyft er máli, sem talið er þurfa að ná fram að ganga og nauðsynlegt er að nái fram að ganga út í hinum dreifðu byggðum, að þá er eins og menn reki sig viðstöðulaust alltaf á vegg sem stendur fyrir, þannig að mönnum er gert miklu óhægara um vik en efni standa til. Það veldur mér vonbrigðum, að slík umsögn, sem landlæknir hefur látið þarna í té, skuli hafa séð dagsins ljós, og ég furða mig satt að segja á henni. Ég vil taka undir með hv. síðasta ræðumanni um þakkir til n. Það er rétt, sem hann sagði, það var ekki fyrst og fremst okkar meining, að þarna væri um að ræða eingöngu Austurland og Vestfirði, þó að á það væri bent, að þeir landshlutar hefðu orðið út undan í þessum efnum. En ég gat ekki stillt mig um að vekja athygli á þessari neikvæðu afstöðu embættismannsins til málsins.