27.03.1973
Sameinað þing: 62. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2804 í B-deild Alþingistíðinda. (2177)

203. mál, framlagning gagna við Alþjóðadómstóllinn

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Því hefur ekki verið haldið fram, að það hafi komið neinar yfirlýsingar frá brezku stjórninni um þetta efni, að því leyti hafa svör hæstv. utanrrh. ekki þýðingu. Það, sem ég hef sagt og stendur skýrum stöfum, er það, að í opinberum umr. á Alþingi Íslendinga um þetta mál var þessum skilningi skýrt og skorinort lýst yfir, og það liggur fyrir í Alþt., og í annan stað, að þessi skilningur var kunnur brezkum og þýzkum stjórnvöldum og aldrei mótmælt. Ég veit ekki, hvort fyrir liggja í utanrrn. einhver bréf eða plögg um þetta. En þetta atriði er svo mikilvægt, að það verður að teljast til vanrækslu, að hæstv. ríkisstj. skuli ekki hafa látið það koma fram.