05.04.1973
Neðri deild: 77. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3074 í B-deild Alþingistíðinda. (2520)

96. mál, sala Grenivíkur, Svæðis, Höfðabrekku og hluta af landi Borgar

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Landbn. sendi þetta frv., eins og venja er, Landnámi ríkisins og jarðeignadeild ríkisins, til umsagnar. Umsagnir bárust, og voru báðar þessar stofnanir meðmæltar því, að frv. væri samþ. óbreytt. Á Höfðabrekku er ábúandi, og hefur n. borizt svo hljóðandi yfirlýsing frá honum:

„Hér með lýsi ég undirritaður því yfir, að ég neyti ekki forkaupsréttar að landi býlisins Höfðabrekku í Grýtubakkahreppi, sem byggt er í Svæðislandi, og er því samþykkur, að Grýtubakkahreppur fái keypt þetta land, enda breytist ekki leigusamningur minn á landi býlisins.

Stefán Árnason.“

Landbn. er sammála um að mæla með, að frv. verði samþ. óbreytt, en fjarstaddir við afgreiðslu málsins voru þeir hv. þm. Benedikt Gröndal og Pálmi Jónsson.