10.04.1973
Sameinað þing: 69. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3299 í B-deild Alþingistíðinda. (2778)

229. mál, raforkuöflunarleiðir fyrir Norðlendinga

Pétur Pétursson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Ég var ekki viðstaddur, þegar þessi þáltill. var lögð fram. Mér hefur verið tjáð, að mér hefði þá verið boðið að standa að flutningi hennar, og ég vil lýsa því yfir, að ég hefði gert það, ef ég hefði verið hér viðstaddur. Mér finnst hér vera um svo hófsama beiðni að ræða, að það komi nánast ekki neitt annað til greina en að þetta verði samþ. Þótt allir þm. Norðurl. hafi ekki treyst sér til að standa að flutningi till., vil ég ekki trúa öðru en hv. þm. sjái sér fært yfirfeitt að samþ. jafnhógværa beiðni og þá, að þessi mál séu athuguð, því að í raun og veru er það innihald till. Ég fyrir mitt leyti styð hana því eindregið.