11.04.1973
Efri deild: 89. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3324 í B-deild Alþingistíðinda. (2825)

233. mál, Iðnlánasjóður

Frsm. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Iðnn, hefur litið á frv. til l. um breyt. á l. n. 68 frá 10. okt. 1967 um iðnlánasjóð. Eins og því miður er um mörg önnur frv., sem nú eru til afgr., kom þetta frv. seint fram, og ber að harma það. N. gat því ekki gert annað en að hafa samband við formann Félags íslenzkra iðnrekenda og meðlimi í stjórn iðnlánasjóðs. Þar upplýstist, að frv. þetta hefur þegar verið skoðað af stjórn iðnlánasjóðs og Félagi íslenzkra iðnrekenda, og er þar mælt með samþykkt frv. N. komst því að þessari sömu niðurstöðu og mælir með samþykkt frv. á þskj. 641, en fjarverandi við afgreiðslu málsins var Þorv. Garðar Kristjánsson.

Síðan var haft samband við mig af iðnrn. og athygli vakin á því, að það getur orkað nokkuð tvímælis í sambandi víð iðnlánasjóðsgjald, sem gert er ráð fyrir að hækka úr 0,4% í 0,5%, hvort það komi til framkvæmda nú þegar, þótt lög þessi öðlist gildi nú þegar samkvæmt 3. gr. frv. En það mun vera samkomulag með stjórn iðnlánasjóðs og iðnrn., að þetta eigi að koma til framkvæmda strax. Því legg ég fram á þskj. 642 brtt. ásamt hv. 4. þm. Norðurl. v., þess efnis, að við frv. bætist ákvæði til bráðabirgða, en þar segir, að álagning iðnlánasjóðsgjalds samkvæmt 1. gr. skuli koma til framkvæmda við álagningu á árinu 1973.

Ég sé ekki, að ég þurfi að hafa mörg orð um þetta frv. Það er nýlega búið að mæla fyrir því hér, en í fáum orðum sagt felst í frv. að rétta nokkuð við eigin fjárstöðu iðnlánasjóðs eins og annarra sjóða, sem nú er fjallað um á hv. Alþ. í þessu sama skyni. Hlutur eigin fjár hefur mjög farið halloka upp á síðkastið, og er að allra dómi orðin brýn nauðsyn, að það sé lagfært. Ætlunin er að gera það með því að hækka um 25% iðnlánasjóðsgjaldið sjálft, úr 0,4% í 0,5%, og jafnframt komi á móti 50 millj. kr. frá ríkissjóði, en það: hefur verið 15 millj. til þessa og ekki orðið á því breyting í mörg ár.