14.04.1973
Sameinað þing: 72. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3524 í B-deild Alþingistíðinda. (3060)

210. mál, sjónvarpsskilyrði á fiskimiðum

Frsm. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Sú þáltill., sem hér er til umr., er flutt af hv. 7. landsk: þm., Karvel Pálmasyni, og er svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

Alþ. ályktar að fela ríkisstj. að gera nú þegar ráðstafanir til, að bætt verði móttökuskilyrði fyrir sjónvarp á fiskimiðunum úti fyrir Vestfjörðum“.

Í grg. með þáltill. kemur fram, að sjónvarpsskilyrði séu slæm úti fyrir Vestfjörðum og kostnaður við úrbætur gætu numið um 41/2 millj. kr. Fjvn. hefur fjallað um till. og telur rétt, að henni verði breytt á þann veg, að hún miði ekki eingöngu að úrbótum á tilteknum hluta fiskimiða við landið og þar verði úrbætur hafnar nú þegar, heldur verði gerð athugun á því, á hvern veg er háttað móttökuskilyrðum fyrir sjónvarp allt umhverfis landið, og verði gerð heildarkostnaðaráætlun um nauðsynlegar úrbætur. Fjvn. leggur því til, að tillgr. og fyrirsögn till. verði orðuð í samræmi við þetta markmið og þáltill. samþ. svo breytt.

Fyrirsögn till. orðist þá svo, með leyfi hæstv. forseta:

Till. til þál. um könnun sjónvarpsskilyrða á fiskimiðum umhverfis landið og gerð kostnaðaráætlunar í því sambandi“.

Tillgr. orðast svo:

Alþ. ályktar að fela ríkisstj. að láta kanna ítarlega skilyrði til móttöku sjónvarpssendinga á fiskimiðum umhverfis landið. Jafnframt verði gerð kostnaðaráætlun um úrbætur í þessum efnum, ef þeirra reynist þörf. Umræddri könnun og kostnaðaráætlun skal lokið fyrir næsta reglulegt Alþ.“