18.04.1973
Neðri deild: 98. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3831 í B-deild Alþingistíðinda. (3469)

Starfslok neðri deildar

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Á þessum síðasta fundi hv. Nd. á þessu þingi langar mig fyrir hönd okkar þdm. til þess að láta í ljós sérstakar þakkir til hæstv. forseta fyrir góða samvinnu við okkur þm. á því þingi, sem nú er að ljúka. Ég þakka honum sérstaklega góða og réttláta fundarstjórn og þolinmæði við okkur þm., þegar umr. hafa dregizt á langinn og orðið hvassar á stundum, eins og verða vill á þingræðissamkomum. En hann hefur sýnt sérstaka samvinnulipurð við okkur þdm., sem ég veit, að við öll kunnum vel að meta og færum honum þakkir fyrir. Við óskum þess, að við megum öll hittast hér heil aftur á nýju þingi í haust. Við óskum honum og fjölskyldu hans allra heilla á því sumri, sem nú fer í hönd, og óskum þess, að við megum öll hittast heil að hausti. Undir þessar óskir bið ég ykkur að taka með mér með því að rísa úr sætum. (Þdm. risu úr sætum.)