29.10.1973
Neðri deild: 7. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (143)

38. mál, Verslunarbanki Íslands

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Frv. þetta gerir ráð fyrir minni háttar breyt. á l. um Verslunarbanka Íslands h/f. Það er flutt samkv. beiðni stjórnar bankans. Efni þess er um það, að heimilt sé félaginu að hafa stjórnarmenn félagsins fleiri en nú er áskilið í l. og einnig að haga kosningu stjórnarmanna með nokkuð öðrum hætti, þ. e. a. s. að möguleiki verði til þess, að stjórnin sé ekki öll kosin í einu á hverjum aðalfundi, heldur jafnvel aðeins hluti af henni, þannig að fulltrúar gangi þar úr nokkuð á víxl. Einnig er gert ráð fyrir því, að heimilt sé að kjósa formann stjórnarinnar sérstaklega. Hér er sem sagt um minni háttar breytingu að ræða á gildandi l. um Verslunarbanka Íslands og mestmegnis form. Rn. hefur tekið undir það, að rétt sé að verða við þessari beiðni bankans, sem kemur fram í þessu frv.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum hér um þetta frv., en legg til, að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til fjh: og viðskn. til fyrirgreiðslu.