30.10.1973
Sameinað þing: 9. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (167)

350. mál, sjálfvirk viðvörunarkerfi

Félmrh. (Björn Jónsson):

Herra forseti. Eins og fram kom í svari mínu, hefur Vegagerð ríkisins leitað samvinnu við sérfræðifirma, og ég er slíkur leikmaður, að ég treysti mér ekki til að dæma um það, hvort eitthvert annað fyrirtæki hefði verið enn þá hæfara. En ég vona, að það fyrirtæki, sem Vegagerðin valdi sér til samstarfs, komi að sömu notum og það fyrirtæki, sem hv. 3. þm. Reykn. nefndi. En ég get aðeins ítrekað það og fullvissað hv. fyrirspyrjanda um það, að þetta mál verður ekki tafið á nokkurn hátt. Það verður reynt að hraða því eftir föngum, þegar þær upplýsingar liggja fyrir, sem leitað er eftir, og svör við spurningum, sem könnunin beinist að.