27.03.1974
Efri deild: 89. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3148 í B-deild Alþingistíðinda. (2816)

146. mál, kaupstaðarréttindi til handa Eskifjarðarhreppi

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Mál það, sem hér fjallar um, er frv. til l. um kaupstaðarréttindi til handa Eskifjarðarhreppi. Eins og hv. þm. í þessari d. er kunnugt, hafa verið lögð fram fimm frv. til l. um kaupstaðarréttindi til banda jafnmörgum hreppum. Tvö þessara frv. hafa verið lögð fyrir þessa hv. d. og eru bæði í dag til 2. umr. Hið fyrra er það mál, sem hér er til umr., og varðar Grindavíkurhrepp. Félmn. þessarar hv. d. hefur fengið umsagnir frá tveim aðilum, annars vegar frá dómsmrn. og hins vegar frá réttarfarsnefnd. Þessar umsagnir taka til allra 5 frv., sem ég hef getið. Þá hafa verið höfð samráð við félmn. Nd. um meðferð allra frv.

Skoðun þeirra aðila, sem um mál þessi hafa fjallað, hefur verið á einn veg, þannig að þessum frv. öllum verði veitt nauðsynlegt brautargengi á þessu þingi, en þó með þeim hætti, að í hreppunum, sem verða þá væntanlega gerðir að kaupstöðum, verði ekki stofnað til nýrra bæjarfógetaembætta. Um þetta hafa aðilar þeir, sem hafa fjallað um frv., verið algjörlega sammála. Þannig mælir félmn. þessarar hv. d. einróma með samþykkt frv. með tveim breyt., frv., sem um getur á þskj. 567.

Fyrri brtt. er um það að fella niður 3. gr. frv. Þessa ákvæðis er ekki talin þörf, vegna þess að málefni þau, sem eru dómsmál. og mál skyld þeim, sem þar greinir, heyra undir sama embætti.

Síðari brtt. fjallar um gildistöku frv., að lögin öðlist þegar gildi, en í frv. er ákveðið, að þau öðlist gildi 1. jan. 1974. Þess ber að geta, að við breyt. mun sýslumaður S.-Múlasýslu verða jafnframt bæjarfógeti Eskifjarðarkaupstaðar, þannig að hreppurinn, sem verður væntanlega kaupstaður, heyri undir sama embætti og áður var.

Ég tel svo ekki þörf að ræða frekar þetta, en eins og ég gat um áður, mælir félmn. einróma með samþykkt frv. með þeim breyt., sem getið er um í nál.