08.05.1974
Efri deild: 124. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4338 í B-deild Alþingistíðinda. (3918)

9. mál, grunnskóli

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Eins og hv. þdm. er kunnugt, var ég ásamt hv. þm. Steingrími Hermannssyni, 1. þm. Vestf., flm.till. þess efnis, að kaupstöðum með 10 þús. íbúa eða fleiri væri heimilt að skipta kaupstað í hverfi í samráði við fræðsluráð og koma upp sérstökum hverfisnefndum. Till. þessi var samþ., eins og kunnugt er, við 2. umr. málsins. En till. er um deild, og með hliðsjón af því, að mál þetta þarf að ná fram að ganga í dag, og til að auðvelda, að það megi verða, hef ég til samkomulags fallist á, að tillgr. verði breytt í hið fyrra horf. En að sjálfsögðu áskil ég mér fullan rétt til að sækja þetta mál af fullu kappi síðar, ef tækifæri gefst til. Ég segi því já.