19.11.1973
Sameinað þing: 21. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 737 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

84. mál, vanskil hafna

liður fyrirspurnar (skuldir) :

Árslok

1972

M. kr.

1.

Áhvílandi föst lán með ríkisábyrgð

565.0

2.

Stutt lán, bráðab.lán og lausaskuldir, án

ríkisábyrgðar

40.0

3.

Stutt lán hjá Byggðasjóði tekin1969

- Norðurlandsáætlun og Atvinnumála-

nefnd 62.3 ÷ fært undir vanskil kr. 56.1

6.2

4.

Framlag frá sveitarsjóðumtilhafnasjóða

með kröfu um endurgreiðslu frá hafna-

sjóðunum, þegar gjaldþol leyfir

60.0

Árslok

1972

M. kr.

5.

Bráðabirgðalán frá Hafnabótasjóði, sem endurgreiðist með fjárveitingu 1973

8.5

679.7

2.

liður fyrirspurnar (vanskil) :

1.

Hafnarbótasjóður — ríkisáb.lán

13.2

2.

Ríkisábyrgðasjóður —.

38.2

3.

Ríkislán (Ríkisáb.sj.) —

8.8

4.

Byggðasjóður, sbr. lið 1. 3., án ríkisáb.

56.1

5.

Hafnamálastofnunin — út á fjárv. '73

43.6

160.9

Heildarskuld:

Almennar hafnir skv. lið 1

679.7

— - — — 2

160.9

840.6

Landshafnir sjá síðar, liður B 174.0

- m/aths. um vísit. 100.0

274.0

1114.6

3.liður. fyrirspurnar:

1. Erlend lán háð gengisbreytingu, talin undir lið 1.1., 150.3 m. kr. Enn fremur lán talin undir lið 1.3. og vanskil undir 2.4.

2. Lán til almennra hafna eru engin háð vísitölu.

4. liður fyrirspurnar:

1. Á fjárlögum yfirstandandi árs, liður 10.333.03, eru veittar 206.8 m. kr. til hafnarmannvirkja og lendingarbóta, þar af til greiðslu vangreidds hluta ríkissjóðs við árslok 1972 .. ..... . 64.0

2. Á fjárlögum yfirstandandi árs eru einnig veittar eftirstöðvar ríkisstyrks, miðað við uppgjör á milli ríkissjóðs og sveitarsjóða við árslok 1967, með nokkrum breytingum síðan, og til greiðslu gengistaps vegna erlendra hafnalána, fjárl.liður 10.333.06 ....... 25.2

3. Samkvæmt heimild . í . fjárlögum 1973 (liður LIII) veitir ríkissjóður (Hafnabótasjóður) höfnunum 40.0 m. kr. aðstoð í formi lána „til að létta greiðslubyrði þeirra, sem verst eru settir vegna langra lána“, eins og í heimildagrein fjárlaganna segir.

Fjárveitingar taldar undir lið 41. og 42. eru því ráðgerðar til skuldaskila, eftir því sem á þarf að halda vegna ríkisábyrgðalána, og til skuldaskila við Hafnamálaskrifstofuna og til annarra aðila, eftir því sem fjárveitingar hrökkva til. en 40.0 m. kr. aðstoðin til að létta greiðslubyrði hafnasjóðanna í formi lánabreytinga.

Árslok

1972

M. kr.

B. LANDSHAFNIR.

Áhvílandi lán landshafna eru samtals 174.0 m. kr. og sundurliðast þannig:

Innlend lán ..

15.0

Innlend lán - vísitölutryggð

100.0

Erlend lán

58.7

174.0

Vísitölulánin eru færð hér að ofan miðað við nafnverð við lántöku. Með vísitöluhækkun pr. 31/12 1972 eru þau um 200.0 m. kr. Engin vanskil eru á lánum landshafnanna, enda heldur ríkissjóður þeim í fullum skilum með sérstökum fjárveitingum í því skyni (fjárv. 1973 55.51 m. kr.).

GREINARGERD

um lánamál almennra hafna.

Samkvæmt hafnalögum, 48/1967, er ríkissjóði heimilt að veita almennum höfnum ríkisábyrgð á lánum, sem tekin eru til hafnaframkvæmda, að upphæð sem nemur mismun heildarframkvæmda og þess framlags, sem ríkissjóði er gert að greiða sem styrk. Skv. lögunum geta því lántökur með ríkisábyrgð numið allt að 25% eða 60% af framkvæmdaupphæðinni hverju sinni, og hefur ríkisábyrgðarhluti (sveitarsjóðshluti) hin síðari ár numið að meðaltali 33–37% heildarkostnaðar. Notkun ábyrgðarheimildar hefur hins vegar ekki numið þessu hlutfalli, með því að lánamöguleikar hafa verið takmarkaðir. Samgönguráðuneytinu er falið, með milligöngu Hafnamálastofnunar ríkisins, að veita meðmæli með ríkisábyrgð af þessu tagi og fylgjast þannig með föstum lánveitingum — að nafnverð þeirra sé innan þeirra marka, sem lög heimila.

Annar þáttur þessara lánamála er svo vitneskja um stöðu lánanna á hverjum tíma, sem er háð bókhaldsmeðferð hafnasjóðanna, þ. e. upplýsingum, sem á að mega finna í ársreikningum þeirra og skila ber Hafnamálastofnunni.

Hafnamálastofnuninni er því aðeins óbeint falið að fylgjast með stöðu lánanna og þess vegna nákvæmni í því sambandi undir glöggum reikningsskilum hafnasjóðanna komin, svo og upplýsingar um vanskil, bráðabirgðalán og lausaskuldir, og fjárhagssamband á milli hafnarsjóðs og sveitarsjóðs, þegar gjaldþol hafnarsjóðs kann að bresta og sveitarsjóðurinn þarf að hlaupa undir bagga með hafnarsjóðnum, annaðhvort með afturkræfu eða óafturkræfu framlagi, sem oft er ekki greint á milli í reikningum, hvorki í hafnarsjóðsreikningum né sveitarsjóðsreikningum. Hins vegar reynir stofnunin að bæta úr ágöllum í þessu efni með viðbótarupplýsingum frá viðkomandi lánastofnunum, eftir því sem þær kunna að liggja fyrir.

Þrátt fyrir þá óvissu, sem af þessu getur leitt, er árlega leitast við að fá sem réttasta mynd af fjárhagastöðu hafnanna, byggða á reikningum hafnarsjóðanna, en með þeim breytingum, sem Hafnamálastofnunin kann að gera við athugun og endurskoðun hafnarsjóðsreikninganna, sem eru undirstaða þeirra upplýsinga, sem hér að framan eru birtar.