25.10.1973
Sameinað þing: 7. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í B-deild Alþingistíðinda. (74)

340. mál, laxveiðileyfi

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Það er rík ástæða til, að spurt sé fyrst og fremst um það, hvernig þessum málum sé hagað hjá opinberum stofnunum, og er ánægjulegt að heyra svar hæstv. ráðh., sem við vonum að sé í raun og veru framkvæmt í öllu ríkiskerfinu. En það er á almannavitorði, að fjöldinn allur af auðugum einkafyrirtækjum í þessu landi geri hið sama, hefur ár á leigu, á jafnvel veiðihús, leyfir bæði sínum eigin ráðamönnum og gestum þeirra að stunda þar veiðar, og mér kæmi ekki á óvart, þó að slíkur kostnaður væri í mörgum eða öllum tilfellum skattfrjáls. Ber þá að sama brunni, að það er raunverulega verið að stunda þessar veiðar, þetta lúxussport, á kostnað almennings.