27.11.1973
Sameinað þing: 24. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 914 í B-deild Alþingistíðinda. (798)

376. mál, endurskipulagning utanríkisþjónustunnar

Bjarni Guðnason:

Herra forseti. Ég vil taka undir það, sem síðasti ræðumaður sagði, að nýta utanríkisþjónustuna betur í sambandi við viðskiptalegan erindrekstur. En ég vil líka bæta einu við, sem mér finnst, að megi koma fram. Það má ekki gleyma menningarhliðinni. Ég hugsa til þess með skelfingu, ef í utanríkisþjónustunni væru bara viðskiptafulltrúar og að sjálfsögðu nokkrir lögfræðingar, en kúltúrinn vantaði. Ég mælist til þess, að við endurskoðunina á þessu verði kúltúrnum ekki gleymt.