04.11.1974
Sameinað þing: 2. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (14)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hafa borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 1. nóv. 1974. Tómas Árnason, 4. þm. Austf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Austurl., Vilhjálmur Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri á Egilsstöðum, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Þá er annað bréf:

„Reykjavík, 1. nóv. 1974.

Sverrir Hermannsson, 3. þm. Austf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu víkur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Austurl., Pétur Blöndal framkvæmdastjóri á Seyðisfirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Rannsaka þarf kjörbréf þeirra nýju manna, sem taka sæti á Alþingi, og vil ég biðja kjörbréfanefnd Alþingis að taka kjörbréfin til athugunar. Gef ég 10 mín. fundarhlé, á meðan kjörbréf verða rannsökuð.

Fundi er frestað. — [Fundarhlé.]