19.02.1976
Neðri deild: 62. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2032 í B-deild Alþingistíðinda. (1690)

113. mál, álbræðsla við Straumsvík

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Það er hverju orði sannara hjá hv. þm., að það er vitanlega afbrigðilegt að taka frv. til 3. umr. rétt eftir að 2. umr. lýkur. Það er ekki hægt nema með afbrigðum. Ákvæði eru um það í þingsköpum að þingdeild þurfi að leyfa afbrigði til að svo megi verða. Hins vegar liggur fyrir eindregin ósk þm. um að þetta mál verði tekið út af dagskránni, og ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að verða við þeirri ósk. Því verður þetta mál tekið út af dagskránni nú, en verður á dagskrá næsta reglulegs fundar deildarinnar.