24.02.1976
Efri deild: 60. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2088 í B-deild Alþingistíðinda. (1718)

Umræður utan dagskrár

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Það kemur oft fyrir að við stjórnarandstæðingar sjáum okkur neydda til að kvarta yfir vinnubrögðum í n. þingsins, því að staðreyndin er sú að vinnubrögðin í n. þingsins eru mjög slæm. Ég get leyft mér að kvarta yfir því að sumar n. deildarinnar hafa komið allt of sjaldan saman, og á það sem sagt við þær flestar. Hitt er harla óvenjulegt. að ráðh. sjái sig tilneyddan að kvarta yfir því við d. að vinnulið hans í n. standi ekki í stöðu sinni og afgr. ekki mál. Og þeim mun óvenjulegra er það sem formaður n. er í sama flokki og ráðh. Ég vil sem sagt einungis af þessu tilefni fullvissa hæstv. ráðh. um að það stendur síður en svo á stjórnarandstöðinni að afgr. þetta mál. Það fer ekki á milli mála að olíukostnaðurinn er gífurleg byrði á því fólki sem verður að hita hús sin með olíu og því ber brýna nauðsyn til þess að samþ. áframhald olíustyrksins, enda þótt það sé skoðun okkar í stjórnarandstöðinni að sú upphæð, sem hæstv. ráðh. hefur ætlað til þeirra þarfa, sé allt of lág og þurfi að hækka. En sem sagt, ef ráðh, getur náð árangri í því að fá liðsmenn sína til að standa í stöðu sinni, þá stendur sannarlega ekki og hefur ekki staðið upp á stjórnarandstöðuna að afgr. þetta mál.