16.03.1976
Sameinað þing: 65. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2588 í B-deild Alþingistíðinda. (2149)

72. mál, niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum

Flm. (Gylfi Þ. Gíslason):

Ég kvaddi mér hljóðs til þess eins að láta þess getið að hæstv. landbrh. er sjúkur. Hann hafði vænst þess að geta mætt til fundar í dag og hafði þess vegna samband við mig um það að hann væri tilbúinn til þess að þessum umr. héldi áfram í dag. En ég fékk skilaboð um það í fundarbyrjun að hann gæti ekki mætt til fundarins í dag, en okkur hafði komið saman um að láta umr. ekki lokið að honum fjarverandi. Skal ég mjög gjarnan fyrir mitt leyti á þá ósk fallast og nota þess vegna ekki einu sinni eina mínútu til þess að svara þeim tveimur ræðum sem þegar hafa verið fluttar um málið, en láta það bíða þangað til hæstv. landbrh. getur verið viðstaddur, því að honum þarf ég að svara einnig, þeirri ræðu sem hann flutti um málið um daginn.