11.05.1976
Neðri deild: 105. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4002 í B-deild Alþingistíðinda. (3305)

115. mál, íslensk stafsetning

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Það er altítt að tvo þm. vanti á þingdeildarfundi og kippa hv. þdm. sér ekki upp við það, jafnvel þótt um enn stærri mál sé að ræða heldur en það sem hér er verið að fjalla um. Ég frestaði atkvgr. um þetta mál þar til í dag vegna tilmæla hv. þm., og ég tel í engu níðst á neinum þótt frv. sé látið halda áfram með þeim hraða sem gildir um önnur mál þessa dagana. Við þetta víl ég bæta að einn hv. þm. kvartaði sáran yfir því í gærkvöld að málið væri rætt að kvöldi dags. En ég hafði hugsað mér að stefna að því að reyna að fá umr. um þetta mál í dagsbirtu í dag og þess vegna var ætlunin að setja annan fund á eftir og byrja á 3. umr. (Gripið fram í.) Það er ekki víst, en ég hef lofað því að hv. þm. fái tækifæri til þess að ræða málið í dagsbirtu, þeir sem kjósa að gera það.