19.05.1976
Sameinað þing: 94. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4609 í B-deild Alþingistíðinda. (4222)

278. mál, bráðabirgðavegáætlun 1976

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Herra forseti. Brtt. sú á þskj. 948, sem ég bar fram við 2. umr. víð brtt. á þskj. 695, var fram borin til að firra því að umræddar 390 millj. til Vesturlandsvegar um Borgarfjörð lentu hugsanlega á glapstigum. Þegar till. var fram borin virtust þessar millj. liggja nokkuð á glámbekk. Með breyttri gerð brtt. á þskj. 935 er hins vegar ljóst að tilgangur till. er að spara ríkissjóði útgjöld, og af hollustu við þá sparnaðarhugsjón dreg ég mína brtt. til baka í trausti þess að ófullgerður Djúpvegur verði þá aðeins í bili geymdur, en ekki gleymdur.