02.12.1975
Sameinað þing: 27. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 933 í B-deild Alþingistíðinda. (554)

296. mál, Bessastaðaárvirkjun

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen) :

Herra forseti. Þegar frv. um heimild til Bessastaðaárvirkjunar var lagt fyrir Alþ. í fyrra og meðan það var til meðferðar í þinginu var það kannað sérstaklega hvort undirbúningur og framkvæmd virkjunar í Bessastaðaá mundi koma að gagni í sambandi við stærri virkjun í Fljótsdal. Það var álit Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens, sem fjallaði um þetta atriði, og orkumálastjóra að það, sem gert væri á þessum slóðum í sambandi við Bessastaðaárvirkjun, kæmi að gagni við stærri virkjun í Fljótsdal.