23.03.1977
Efri deild: 53. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2772 í B-deild Alþingistíðinda. (2051)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ritari þingflokks Sjálfstfl. hefur ritað forseta Ed. svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 22. mars 1977.

Samkvæmt beiðni Jóns Árnasonar, 2. þm. Vesturl., sem nú liggur í sjúkrahúsi, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður hans, séra Ingiberg J. Hannesson, taki sæti hans á meðan á Alþingi.“

Ingiberg J. Hannesson hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og býð ég hann velkominn til starfa.