23.11.1976
Sameinað þing: 23. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (500)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Út af því, sem hv. 3. þm. Reykv. sagði, þá er það rétt hjá honum að nokkuð hefur dregist að svara þeirri fyrirspurn sem er 1. mál á dagskrá í dag. En hæstv. samgrh. hringdi til mín nokkru fyrir hádegi í dag og kvaðst ekki mundu geta mætt á þingfundum í dag. En eigi að síður skal ég segja honum frá beiðni hv. 3. þm. Reykv. um að þessari fyrirspurn verði svarað og ég mun stuðla að því að svo verði. Sömuleiðis mun ég koma því á framfæri við hæstv. ríkisstj. að hún verði á þingfundum a.m.k. þegar á að svara fyrirspurnum, en ég veit ekki hvort það rætist úr þeim málum nú. Það er enginn ráðh. viðstaddur enn enda þótt margar fyrirspurnir séu á dagskrá.