09.12.1976
Neðri deild: 19. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í B-deild Alþingistíðinda. (738)

11. mál, rannsóknarlögregla ríkisins

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseil. Ég vil aðeins leyfa mér að láta í ljós að ég er samþykkur þeim brtt. sem hv. allshn. hefur flutt við þetta frv. og liggja fyrir á þskj. 142. Þetta vil ég taka fram vegna þess að ég gat því miður ekki verið við alla 2. umr. málsins. Ég hlýddi þó að mestu a.m.k. á ræðu hv. frsm., en varð þá að víkja burt af sérstökum ástæðum. Ég tel þessar breyt. vera fremur til bóta heldur en hitt. Þær leggja áherslu á það sem í raun og veru hefði orðið í framkvæmdinni að minni áætlun vegna þess að gert er ráð fyrir í 4. gr. að rannsóknarlögreglustjóri geti0 að eigin frumkvæði tekið í sínar hendur rannsókn máls utan Reykjavíkur, en skuli tilkynna viðkomandi lögreglustjóra um málið og þá þarf ekki að liggja fyrir nein ósk lögreglustjóra eða sakadómara. En auk þess getur hann gripið inn í mál skv. upphafi 4. gr. hvenær sem er skv. ósk þessara aðila. Þar sem ég felst þannig á þessar till. og tel þær út af fyrir sig heldur til bóta sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um málið, en þakka n. fyrir afgreiðslu þess. Ég er að vísu ekki sammála að öllu leyti þeim hugleiðingum sem fram komu í framsöguræðu hv. frsm., en þar sent við erum sammála um niðurstöðuna skiptir ekki máli að fara út í þær, enda er það svo, eins og eðlilegt er, um skipan og stjórn þessara mála, að það er margt sem þar getur verið álitamál.

Ég má kannske til að spara tíma taka það fram varðandi brtt. þá sem liggur fyrir frá hv. þm. Svövu Jakobsdóttur varðandi tiltekna grein í frv. um meðferð opinberra mála, að ég tel hana út af fyrir sig skiljanlega og hef ekki mikið við hana að athuga í sjálfu sér. En ég tel þó nægilegt að hafa það eins og það er í greininni nú, að það sé lagt á vald dómara hvort hann telur ástæðu til að verða við ósk um að skipa réttargæslumann við rannsókn hjá rannsóknarlögreglu. Ég tel að það bindi hendur hans um of með því að leggja skyldu á hann til þessa, jafnvel þó að það sé bundið vissum skilyrðum.