19.12.1977
Efri deild: 42. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1507 í B-deild Alþingistíðinda. (1189)

130. mál, skyldusparnaður og ráðstafanir í ríkisfjármálum

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég sé nú ekki að brtt. hv. 5. þm. Norðurl. v. við brtt. hans sjálfs breyti neinu um það sem hér er um að ræða, að fella niður söluskatt af landbúnaðarvörum, þegar af þeirri ástæðu að þær niðurgreiðslur, sem nú eru á kjötvörum, eru rétt svipaðar þeim söluskatti sem er, þannig að þessi viðbót út af fyrir sig mundi ekki auka niðurgreiðslurnar. Ég vil jafnframt benda á það, að þó að heimildarákvæði séu sett í almenn lög fela slíkar heimildir hvorki í sér greiðsluskuldbindingu né greiðsluheimild utan við fjári. Þetta mál verður því að taka upp á fjárl., en ekki annars staðar, ef hugmyndin er að auka niðurgreiðslur úr ríkissjóði.