27.02.1978
Efri deild: 66. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2625 í B-deild Alþingistíðinda. (1910)

142. mál, geymslufé

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Fjh- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um geymslufé, sem er á þskj. 302. Við 1. umr. málsins gerði hæstv. viðskrh. grein fyrir efni frv., en með því er verið að setja skýr ákvæði um þessa nauðsynlegu þjónustu sem viðskiptabankarnir hafa heimild til að annast samkvæmt núgildandi lögum um þá.

N. barst umsögn frá Verslunarráði um frv. og samkvæmt ábendingu í þeirri umsögn flytur n. brtt. við 5. gr. frv. á þskj. 389. Efni hennar er það, að innlánsstofnun sú, sem varðveitir geymslufé, skuli tilkynna kröfueiganda og greiðanda um geymsluféð áður en fyrningartími er liðinn, ef þess er kostur. Með þeirri breytingu leggur fjh.- og viðskn. til að frv. verði samþ.