24.04.1978
Efri deild: 85. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3833 í B-deild Alþingistíðinda. (2978)

169. mál, Kvikmyndasafn Íslands og Kvikmyndasjóður

Frsm. (Axel Jónsson) :

Herra forseti. Menntmn. þessarar hv. d. hefur haft til athugunar frv. til l. um Kvikmyndasafn og Kvikmyndasjóð. Málið kemur frá Nd. og var afgreitt þar samhljóða.

Ég vísa til framsögu menntmrh., sem bann flutti í hv. deild 16. febr. varðandi þetta mál. Hér er um nýmæli að ræða — tilraun sem er vonast til að verði til þess að styðja við þá nýju og merku atvinnugrein, sem er kvikmyndagerð á Íslandi. Í annan stað á frv. að stuðla að því, að komið verði upp kvikmyndasafni. Eins og segir í frv., er gert ráð fyrir því, að árlega verði samþ. á fjárl. ákveðið framlag til þessarar starfsemi, þ. e. a. s. 30 millj. kr til Kvikmyndasjóðs og 5 millj. kr. til Kvikmyndasafns. Síðan er ákvörðunarefni Alþ. hverju sinni hve mikið verður veitt til þessara mála í framtíðinni.

Eins og ég gat um, herra forseti, leggur menntmn. til að frv. verði samþ. óbreytt. Við afgreiðslu málsins voru þeir fjarverandi Þorv. Garðar Kristjánsson og Ólafur Þ. Þórðarson, en Ragnar Arnalds skrifar undir með fyrirvara og hefur flutt brtt. sem hann mun gera grein fyrir. Ég legg svo til, herra forseti að frv. verði samþ. óbreytt.