26.04.1978
Neðri deild: 85. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3983 í B-deild Alþingistíðinda. (3237)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir) :

Ég vil taka fram, að það eru 10 mál á dagskrá þessa fundar og þótt mál þetta sé sett á dagskrá fundarins er ekki þar með sagt að það komi til umr. nú þegar, því það eru ýmis verkefni önnur á fundinum. En rétt er sú ábending, að það er afar slæmt að ekki skuli vera fleiri þdm. hér inni. Ég mun biðja starfsmenn þingsins að gera svo vel að gera þeim þdm., sem eru í húsinu, en utan salarins, viðvari, svo að þeir megi koma inn í salinn og þeim verði þá ljóst hvaða mál hafi hér verið fram lögð. Ég vil taka fram að hv. þm. þarf ekki að hafa áhyggjur af því, að mál þetta komi strax til umr. á fundinum.