26.04.1978
Neðri deild: 85. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4004 í B-deild Alþingistíðinda. (3257)

45. mál, Iðnþróunarstofnun Austurlands

Frsm. minni hl. (Vilborg Harðardóttir) :

Forseti. Aðeins örstutt aths. Ég hef ekki enn þá sannfærst um gagnsemi að senda mál til ríkisstj., þrátt fyrir það sem hv. form. iðnn. sagði áðan. Mér sýnist að þau mál, sem hafa verið send þangað undanfarin ár, a. m. k. þau mál sem komið hafa frá þm. stjórnarandstöðunnar. hafi ekki fengið afgreiðslu, Hafi mér hins vegar orðið misskilningur á um áhuga n., þá vil ég biðjast afsökunar á því. Ég óska þess þá, að sá áhugi hennar á ýmsum málum, sem hún nú vill ekki afgreiða, megi koma fram í framtíðinni.