28.04.1978
Neðri deild: 87. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4223 í B-deild Alþingistíðinda. (3432)

282. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Tómas Árnason:

Hæstv. forseti. Þessari gr. frv. er ætlað að tryggja það, að þeir, sem stunda eiga atvinnurekstur, greiði skatta á borð við aðra skattborgara, og í öðru lagi ætla ég að greininni sé einnig ætlað að tryggja það, að mönnum verði aldrei gert að greiða skatt af tekjum sem þeir ekki hafa. Í því trausti, að þessi skilningur minn sé réttur, segi ég já.