06.05.1978
Efri deild: 103. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4612 í B-deild Alþingistíðinda. (3945)

282. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Þessi brtt. miðar fyrst og fremst að því að létta skattbyrði á eldra fólki með tiltölulega háar tekjur. Eins og ég hef áður gert grein fyrir, þá tel ég nær að verja því fjármagni, er til reiðu væri, til þess að bæta kjör þess aldraðs fólks, sem hefur hvað lægstar tekjur, og segi nei.