10.10.1978
Sameinað þing: 1. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Drengskaparheit unnið

Aldursforseti (Oddur Ólafsson):

Nýkjörnir þm., sem ekki hafa áður tekið sæti á Alþingi hafa nú undirritað drengskaparheit og býð ég þá alveg sérstaklega velkomna til þingsetu.

Þá ber skv. þingsköpum að kjósa forseta Sþ., en komið hafa fram tilmæli um að þeirri kosningu verði frestað og mun ég verða við henni. Fundi er því frestað til kl. 2. miðvikudaginn 11. okt.

Miðvikudaginn 11. okt., kl. 2 miðdegis, var fundinum fram haldið.

Aldursforseti lét fara fram kosningu forseta sameinaðs Alþingis. Kosningu hlaut

Gils Guðmundsson, 3. þm. Reykn., með 51 atkv. Vilmundur Gylfason, 7. þm. Reykv., hlaut 1 atkv., en 4 seðlar voru auðir.

Hinn kjörni forseti tók nú við fundarstjórn.