14.12.1978
Sameinað þing: 35. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1534 í B-deild Alþingistíðinda. (1006)

16. mál, beinar greiðslur til bænda

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Vegna ræðu hv. 7. þm. Reykv., þar sem hann tók það sérstaklega fram að hann talaði í nafni hreinsunardeildar Alþfl. og það hefur valdið ýmsum, m.a. ráðh. í þessari ríkisstj., sbr. blaðaviðtöl við hæstv. landbrh., nokkrum heilabrotum, hvernig þessi þingflokkur væri skiptur, þá vil ég beina þeirri ósk til hv. þm., hvort hann gæti ekki upplýst þm. um það, hvaða aðrar deildir séu starfandi í þingflokki Alþfl., hverjir séu talsmenn þeirra, og hver séu skilin á milli þessarar hreinsunardeildar í þingflokki Alþfl. og annarra deilda í þingflokki Alþfl. og hvort hafi að einhverju leyti verið skert umboð formanns þingflokks Alþfl., fyrst hv. 7. þm. Reykv. hefur sérstaklega verið útnefndur til þess að tala í nafni hreinsunardeildarinnar.