14.12.1978
Efri deild: 27. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1543 í B-deild Alþingistíðinda. (1024)

7. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Jón Helgason:

Herra forseti. Vegna þeirra umr., sem hér hafa farið fram um störf fjh.- og viðskn., vil ég taka það fram, eins og kom fram í máli frsm., að á fundum n. voru framkvæmdastjóri og formaður Fiskveiðasjóðs og þar gáfu þeir upplýsingar um ráðstöfun gengishagnaðar frá tveimur fyrri gengisfellingum og lista yfir það, hverjum hefði verið úthlutað og hverjir hefðu sótt þau lán sem þeim hefði verið lofað. Ég held að þær upplýsingar hefðu ekki getað verið ítarlegri, enda var ekki undan því kvartað hér.

En það, sem var hins vegar um að ræða hjá hv. 3. landsk. þm., var áfangaskýrslan sem sá vinnuhópur samdi, er sjútvrh. skipaði eftir tilnefningu Þjóðhagsstofnunar og Framkvæmdastofnunar. Þessa áfangaskýrslu þeirra um stöðuna á Suðurnesjum fengum við ekki í hendur. Ástæðan fyrir því eða rökin gegn því voru þau, að þarna væri um að ræða stöðu einstakra fyrirtækja á Suðurnesjum, stöðu þeirra gagnvart lánastofnunum og annað slíkt, og þar sem þarna væri um áfangaskýrslu að ræða, þá væri okkur ekki afbent hún. Hins vegar yrði unnin upp úr henni önnur skýrsla, sem ekki lá fyrir þegar n. afgreiddi málið, en sú skýrsla mundi standa okkur til boða.

Það er rétt að það var þessi áfangaskýrsla vinnuhópsins, sem óskað var eftir, en n. fékk hana ekki í hendur.