21.12.1978
Neðri deild: 44. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (1582)

137. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Forseti (Ingvar Gíslason):

Þrátt fyrir það að mikil áhersla sé lögð á að þetta mál gangi fram, þá vil ég verða við þeirri ósk sem fram hefur komið frá hv. 8. þm. Reykv. sem flutt hefur brtt. sem er til umr., og þar sem ljóst er að máli þessu getur ekki lokið fyrr en í fyrramálið eða eftir hádegið, þá vil ég verða við þeirri ósk, að mælendaskrá sé ekki lokað. Í trausti þess, að ekki verði ýkjalangar umr. um þetta mál þegar þar að kemur, mun ég nú fresta þessari umr., en ég vil jafnframt minna á það, að fundur í d. er boðaður þannig, að hann á að hefjast að loknum fundi í Sþ. Nú veit ég að vísu ekki hvenær þeim fundi lýkur, en ég geri ráð fyrir að varla komi til að við getum hafið umr. að nýju fyrr en um tvöleytið. Þó má ekki taka þessi orð allt of bókstaflega. Ef fundi í Sþ. kynni að ljúka fyrr, þá er auðvitað eðlilegt að við tækjum til við að ræða þetta mál aftur. Þessari umr. er frestað.