28.02.1979
Efri deild: 61. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2843 í B-deild Alþingistíðinda. (2262)

203. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Sjútvrh. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Til þess að taka af öll tvímæli og að höfðu samráði við fjmrh. vil ég lýsa því yfir, að framlag ríkissjóðs til Fiskveiðasjóðs upp á 1275.5 millj. kr. verður innt af hendi óskert án tillits til þess frv, sem við erum nú að afgreiða. Ég vænti þess, að þetta fullnægi því, sem fram á hefur verið farið, og sé ótvíræð yfirlýsing um að ekki sé með því frv., sem við erum hér að afgreiða nú, verið að skerða framlag ríkissjóðs.