29.03.1979
Sameinað þing: 75. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3712 í B-deild Alþingistíðinda. (2897)

204. mál, niðurfelling og lækkun leyfisgjalda af litlum bifreiðum

Flm. (Árni Gunnarsson):

Herra forseti. Aðeins örstutt. — Ég vil þakka hv. þm. Páli Péturssyni þessar undirtektir og taka undir með honum, að í þessu sambandi þarf að skoða sérstaklega þennan flokk sem hann tilgreindi í tölu sinni, þ. e. a. s. jeppabifreiðar. Þær hafa staðið fyrir utan fólksbílaflokkinn síðan breyting var gerð á tollalögum, og ég get fallist á að það þurfi að athuga það mál gaumgæfilega. Hins vegar vænti ég þess, að menn geti almennt orðið sammála um nytsemd og gagnsemi þeirrar till., sem hér er lögð fram, og að hún geti fengið nokkuð skjótan framgang, og ég teldi eðlilegast, ef hæstv. forseti samþykkti, að hún færi til allshn. að þessari umr. lokinni.