30.04.1979
Neðri deild: 79. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4295 í B-deild Alþingistíðinda. (3406)

44. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. meiri hl. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Við höfum haft til athugunar í allshn. þessarar hv. d. frv. til l. um þingfararkaup alþm. Við urðum ekki sammála um efnið og meiri hl., sem ég tala fyrir. telur að ekki eigi að fallast á þá till. sem lögð var fram. Þeir nm., sem fluttu frv. og styðja þann flokk — Alþfl. — sem stóð að því, vildu gjarnan fá þetta mál samþ., en við, sem undirskrifum álitið á þskj. 336, teljum að Kjaradómur sé ekki betur til þess fallinn en við, sem erum þó kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, að ráða þessum málum til lykta. Þess vegna leggjum við til að frv. verði fellt.